9. sep, 2019

Bandaríkin og Kína: Þjóðartekjur 1990-2013

Þessi mynd sýnir þjóðartekjur á kaupmáttarkvarða í Bandaríkjunum og Kína frá 1990 til 2013. Munurinn var sexfaldur Bandaríkjunum í vil 1990, fyrir tæpum aldarfjórðungi. Myndin sýnir, að Kínverjar voru í þann veginn að ná Bandaríkjamönnum í fyrra, 2013. Og nú hafa alþjóðastofnanir (AGS og Alþjóðabankinn) látið þau boð út ganga, að Kínverjar séu komnir fram úr Bandaríkjamönnum. Þetta gerðist fyrr á þessu ári og mun birtast ljóslega á myndinni að ofan, þegar hún verður uppfærð til ársins 2014: þá fer bláa kúrfan upp fyrir rauðu kúrfuna. Eftir sem áður eru þjóðartekjur á mann í Bandaríkjunum nærri fjórum sinnum meiri en í Kína, þar eð Kínverjar eru fjórum sinnum fleiri en Bandaríkjamenn. Kína er orðið að stærsta hagkerfi heimsins, þótt meðallífskjör þar séu og verði lengi enn mun lakari en í Bandaríkjunum og Evrópu. Heimild: Alþjóðabankinn.