9. sep, 2019

Aukin misskipting í hnotskurn

Þessar myndir segja meira en mörg orð.

Myndir 1 og 2 sýna, hvernig tekjuhæstu hópunum í Bandaríkjunum tókst að auka hlutdeild sína í þjóðartekjum á tveim skeiðum, 1920-1929 og aftur 1990-2008. Myndirnar virðast benda til, að aukin misskipting sé ávísun á fjármálahrun. John K. Galbraith, prófessor í hagfræði í Harvardháskóla, teflir fram þeirri kenningu  í bók sinni The Great Crash 1929. Sonur hans, James K. Galbraith, prófessor í hagfræði í Texas, færir rækilegri rök fyrir kenningunni í bók sinni Inequality and Instability: A Study of the World Economy Just Before the Great Crisis. Tölurnar á myndunum eru sóttar í bók Thomas Piketty, Capital in the Twenty-first Century.

Myndir 3 og 4 sýna, hvernig tekjuhæstu hópunum hér heima tókst að auka hlutdeild sína í þjóðartekjum 1995-2007. Tölurnar á myndunum eru sóttar til ríkisskattstjóra (http://www.rsk.is/).

Þessar myndir eru teknar úr fyrirlestri, sem ég hélt í háskólanum í Lundi í Svíþjóð í október 2014. Sjá fyrirlesturinn hér.

Kreppan mikla 1929-1939 og fjármálahrunið, sem hófst með falli Lehman Brothers í Bandaríkjunum 2008, eiga ýmislegt sammerkt. Galbraith segir í bók sinni The Great Crash 1929 (bls. 178):

“American enterprise in the twenties had opened its hospitable arms to an exceptional numbers of promoters, grafters, swindlers, impostors, and frauds.”