9. sep, 2019

Afríka: Þjóðartekjur á mann og lýðræði 1960-2016

Þessi mynd sýnir samband lýðræðis 1960-2016 á láréttum ás eins og stjórnmálafræðingar meta það eftir kúnstarinnar reglum og kaupmáttar þjóðartekna á mann 2016 á lóðréttum ás. Lýðræðisvísitalan nær frá -10 í harðsvíruðum einræðisríkjum upp í 10 í óskoruðum lýðræðisríkjum. Við sjáum tilhneigingu til þess að lýðræði og tekjur haldist í hendur. Löndin fimm í norðausturhorninu eru frá vinstri til hægri Grænhöfðaeyjar, Namibía, Suður-Afríka, Botsvana og Máritíus. Útlagarnir tveir í norðvesturhorninu eru olúútflutningsríkin Miðbaugs-Gínea og Gabon. Hér er stuðzt við gögn Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna (World Development Indicators). Lýðræðisvísitalan er komin frá stjórnmálafræðingum í Háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum.