Tíðni HIV meðal 15-24 ára stúlkna
Mynd 75. Eyðniveiran hefur höggvið djúp skörð víða í Afríku, en þó hvergi eins djúp og í sunnanverðri álfunni. Tíðni veirusmitsins er yfirleitt tvisvar sinnum meiri meðal stúlkna en drengja þarna suður frá. Þriðja hver stúlka á aldrinum 15-24 ára í Botsvönu ber smitið og fjórða hver í Lesótó, Suður-Afríku og Simbabve, fimmta hver í Namibíu og ellefta hver stúlka í Afríku í heild á móti einni af hverjum þúsund í Evrópu (og þrem körlum af hverjum þúsund í þessum aldursflokki). Nærri má geta, hversu útbreiðsla smitsins og eyðnin, sem leiðir af sýkingunni, hefur leikið líf fólksins þarna og lífslíkur; sjá mynd 76.