Landsframleiðsla á mann á Norðurlöndum 1980-2008
Mynd 121. Þessi mynd sýnir mat Alþjóðabankans á þróun kaupmáttar landsframleiðslunnar á Norðurlöndum 1980-2008. Landsframleiðsla á mann á kaupmáttarkvarða á Íslandi 2008 var vegna falls bankanna og gengisfalls krónunnar um þriðjungi minni en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð og innan við helmingur landsframleiðslu á mann í Noregi, enda drýpur þar smjör af hverju strái. Ætla má, að bilið eigi eftir að breikka næstu ár, þar eð gengi krónunnar mun að mestum líkindum haldast nálægt núverandi horfi lengi enn og óvissa ríkir um efnahagshorfurnar fram í tímann. Mestu veldur, að IceSave-málið er í uppnámi og þá um leið endurreisnaráætlun stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlanda. Heimild: World Development Indicators 2009, Alþjóðabankinn, Washington D.C.