Kaupmáttur á mann
Það var ekki fyrr en 2016 að kaupmáttur landsframleiðslu á mann á Íslandi náði að jafna metin frá hrunárinu 2008 eins og myndin sýnir. Hún er tekin úr gagnasafni Alþjóðabankans í Washington og sýnir þróun kaupmáttar landsframleiðslu á mann á Íslandi frá 1995 til 2020. Írland er haft með til samanburðar, því Írland mátti einnig þola þungan skell í fjármálakreppunni, þyngri skell en til dæmis Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.
Heimild: Alþjóðabankinn.