Hagmál
4. jan, 2006

Vöxtur eftir máli

Ég las hagfræði árin eftir 1970, fyrst á Bretlandi og síðan í Bandaríkjunum, og þá var það viðtekin skoðun, að hagvöxtur yfir löng tímabil væri alls staðar og ævinlega af tæknilegum rótum runninn. Hagvaxtarfræðin, sem var þá við lýði, virtist sýna, að vöxtur landsframleiðslu á mann til langs tíma litið réðist af hraða tækniframfara og nær engu öðru, og tækniframfarir voru taldar liggja utan vettvangs hagfræðinnar. Hagvöxtur var því ,,ytri stærð” – honum var með öðrum orðum fyrirmunað að regðast við markaðsöflum eða öðrum hvötum nema skamma hríð í senn.