24. sep, 2007

Vaxtabyrðin 2003-2007

Mynd 115. Ört vaxandi erlendum skuldum fylgir ört vaxandi vaxtabyrði, það segir sig sjálft. Myndin sýnir vaxtagjöld Íslendinga vegna erlendra skulda umfram vaxtatekjur af erlendum eignum í hlutfalli við útflutning vöru og þjónustu. Árin 2003 og 2004 hélzt vaxtabyrðin milli 8% og 9% af útflutningstekjunum. Árið 2006 rauk vaxtabyrðin upp fyrir 12% af útflutningstekjum og 2006 upp í 25% af útflutningstekjum. Nýja tölur Seðlabanka Íslands fyrir fyrri helming ársins 2007 sýna, að vaxtabyrðin er komin upp í 32% af útflutningstekjum og stefnir hærra. Þessar tölur bera það með sér, að Íslendingar taka ný lán til að borga vexti af eldri skuldum. Ballið er byrjað.

Heimild: Seðlabanki Íslands.