1. júl, 2005

Útgjöld til menntamála 1995-2000

Mynd 84. Nýjar tölur frá OECD sýna, að Íslendingum hefur tekizt að auka útgjöld til menntamála nóg til þess, að við stöndum nú — eða réttara sagt: við stóðum árið 2000 — jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum í þessum efnum. Hér munar mest um þá umtalsverðu og löngu tímabæru hækkun kennaralauna, sem átti sér stað fyrir fáeinum árum. Það er einnig eftirtektarvert, að útgjöld til menntamála í Finnlandi og Noregi drógust saman frá 1995 til 2000, hvernig sem á því stendur. Þeir, sem fundu að því, hversu Íslendingar sátu aftarlega á merinni í menntamálum fyrir nokkrum árum, hafa því haft árangur af erfiði sínu. En betur má, ef duga skal. Næsta mynd sýnir, að við eigum ennþá langt í land á háskólastiginu.