Ungt fólk 0-15 ára 2001
Mynd 91. Þjóðir heimsins eru misgamlar: aldurssamsetning mannfjöldans er m.ö.o. ólík eftir löndum. Hér heima er tiltölulega margt ungt fólk á skólaaldri miðað við önnur lönd; tölurnar eru frá 2001. Þetta skiptir máli: við ættum að réttu lagi að verja tiltölulega meira fé til menntamála en aðrar OECD-þjóðir. Venjan er sú að skipta mannfjöldanum í þrjá breiða aldursflokka: skólaaldur (15 ára og yngri), vinnualdur (16-64 ára), og eftirlaunaaldur (65 ára og eldri). Séu OECD-löndin skoðuð sem ein heild, þá eru rösklega 18% mannfjöldans þar á skólaaldri, 67% á vinnualdri og 15% á eftirlaunaaldri. Ísland er öðruvísi: hér eru 23% mannfjöldans á skólaaldri, eða röskum fjórðungi fleiri en í OECD-löndunum í heild. Myndin sýnir, að Íslendingar eru yngsta þjóðin innan OECD og ættu því að þurfa að verja manna mestu fé til menntunarmála. Þessu samhengi er lýst nánar á mynd 93 og í greininni Menntun, aldur og heilbrigði.