Þrjú sönglög
við kvæði Önnu Akhmatovu
Hér eru þrjú sönglög mín við kvæði rússnesku skáldkonunnar Önnu Akhmatovu, eins merkasta skálds Rússa um sína daga.
Anna Akhmatova fæddist í Ódessu í Úkraínu. Hún sætti þöggun, ritskoðun og ofsóknum. Fyrsti eiginmaður hennar var myrtur, einkasonur hennar sat í fangelsi í tíu ár, og þriðji bóndinn dó í fangabúðum. En Stalín var sagður óttast Önnu Akhmatovu því hún gat fyllt hvaða sal sem var þegar hún auglýsti ljóðalestur. Regína Stefnisdóttir þýddi kvæðin þrjú á íslenzku. Bjarni Thor Kristinsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir frumfluttu Ekki land mitt á tónleikum í Hörpu 3. september 2023. Þið heyrið kannski stutta tilvitnun þar í Boris Godunov. Hin lögin tvö, Lokaskálin og Þrumur muntu heyra, bíða frumflutnings.
Anna Akhmatova