• Kórverk

23. nóv, 2007

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Fyrir blandaðan kór við kvæði Steins Steinarr


Karlakórslag við kvæði Steins Steinarr sem ég samdi á menntaskólaárunum en setti ekki á blað fyrr en 40 árum síðar, 2006. Garðar Cortes fór yfir og fágaði raddsetningu mína.

pdf, Sibelius

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.