Það vex eitt blóm fyrir vestan
Fyrir blandaðan kór við kvæði Steins Steinarr
Karlakórslag við kvæði Steins Steinarr sem ég samdi á menntaskólaárunum en setti ekki á blað fyrr en 40 árum síðar, 2006. Garðar Cortes fór yfir og fágaði raddsetningu mína. Karlakór Kópavogs undir stjórn Sigurðar Helga Oddssonar frumflutti lagið á vortónleikum kórsins í Kópavogskirkju 30. apríl og 2. maí 2024.
Hér eru nóturnar: pdf, Sibelius
Það vex eitt blóm fyrir vestan
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.