• Tónleikar

24. ágú, 2013

Sautján sonnettur um heimspeki hjartans


Bergþór Pálsson barítón, Garðar Cortes tenór, Gunnar Kvaran selló og Selma Guðmundsdóttir píanó frumfluttu þrettán verkanna í Hörpu á Menningarnótt 18. ágúst 2012. Bergþór, Garðar, Selma og Júlía Mogensen sellóleikari fluttu allar sonnetturnar sautján í Hörpu á Menningarnótt 24. ágúst 2013. Jón Elvar Hafsteinsson lék á strengi í nokkrum sonnettanna, Pétur Grétarsson á slagverk og Sigurður Flosason á saxófón. Tónleikarnir voru hljóðritaðir.

EFNISSKRÁ

  1. Leibnizsonnettan
  2. Schopenhauersonnettan
  3. Gandísonnettan
  4. Ástardraumasonnettan
  5. Lao-Tsesonnettan
  6. Sálargróskusonnettan
  7. Cartesíusarsonnettan
  8. Unaðsreitasonnettan
  9. Stjórnarskrársonnettan
  10. Lótusblómasonnettan
  11. Marxsonnettan
  12. Lífsbókarsonnettan
  13. Sókratesarsonnettan
  14. Mandelasonnettan
  15. Kirkjugarðssonnettan
  16. Kastrósonnettan
  17. Nietzschesonnettan

Samstarfsaðilar

Garðar Cortes

Tenór

Garðar Cortes hefur sungið mörg helztu tenórhlutverk óperubókmenntanna heima og erlendis. Hann stofnaði Íslensku óperuna og stýrði henni um árabil. Hann stofnaði einnig Söngskólann í Reykjavík og hefur stjórnað honum frá upphafi. Hann hefur sungið inn á marga hljómdiska, einnig dægurlög.

Bergþór Pálsson

Barítón

Bergþór Pálsson hefur sungið ýmist óperuhlutverk eða ljóð. Hann söng titilhlutverkin í Evgení Ónegin eftir Tsjækovskí og í Don Giovanni eftir Mozart í Íslensku óperunni auk fjölda annarra hlutverka og hljóðritana.

Selma Guðmundsdóttir

Píanó

Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hefur leikið inn á marga hljómdiska ein og með öðrum, þar á meðal Ljúflingslög ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara.

Júlía Mogensen

Selló

Júlía Mogensen er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Þórir Baldursson

Útsetjari

Þórir Baldursson tónskáld hefur verið í hópi ástsælustu músíkanta landsins í meira en hálfa öld. Hann hefur m.a. útsett tónlist fyrir Elton John.

Vignir Jóhannsson

Myndlistarmaður

Vignir Jóhannsson myndlistarmaður gerði bakgrunna glærusýningarinnar sem fylgir söngnum og hljóðfæraleiknum á tónleikunum.