Gömul rafstöð
Lag eftir Gylfa Þ. Gíslason við kvæði Þorsteins Gylfasonar
Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona rifjaði það upp nýlega að í vorfagnaði Þorsteins Gylfasonar bróður míns fyrir bráðum hálfri öld (hann hélt marga slíka) söng hún lag eftir Gylfa Þ. Gíslason, föður minn, lag sem hafði ekki heyrzt áður og hefur, að ég held, ekki heldur heyrzt síðan. Lagið var, muni ég rétt, gert við gamansama þýðingu Þorsteins á kvæði eftir þýzka skáldið Joseph von Eichendorff. Meðleikari Sigríðar Ellu hefur sennilega leikið undir söngnum af fingrum fram. Kannski var það Atli Heimir Sveinsson, man það ekki, var ekki á staðnum, bjó þá í útlöndum. En þegar málið barst í tal milli okkar Atla löngu síðar reyndist hann eiga í fórum sínum eða galdraði fram útsetningu handa píanóleikara. Ég hafði áður gert aðra og ívið ellilegri útsetningu sem mér fannst þá og finnst enn síðri en útsetning Atla. (Skjölin að neðan eru í Sibeliusi.)
Hér er Atli: Gömul rafstöð A
Og hér er ég: Gömul rafstöð B