• Sönglög

1. jan, 2015

Fjórar árstíðir

Lög við kvæði eftir Snorra Hjartarson


Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumfluttu flokkinn í Hannesarholti í Reykjavík 11. marz 2017. Tónleikarnir voru teknir upp, mynd og hljóð. Myndin var sýnd í RÚV 5. apríl 2021.

 

Haustið er komið (einsöngur og píanó)
Síðasta lag fyrir fréttir RÚV 16. október 2020. Hallveig Rúnarsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson fluttu lagið.
PDF, Sibelius

Ísabrot (einsöngur og píanó)
PDF, Sibelius

Vor (einsöngur og píanó)
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó frumfluttu Vor í Þjóðarbókhlöðunni 22. apríl 2016.
PDF, Sibelius

Sumarkvöld (einsöngur og píanó)
PDF, Sibelius

Samstarfsaðilar

Hallveig Rúnarsdóttir

sópran

Hallveig Rúnarsdóttir hefur sungið mörg óperuhlutverk á sviði, m.a. í Íslensku óperunni, og einnig erlendis og komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, m.a. oft með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt rækt við ljóðasöng og haldið tónleika með þýzkum, frönskum og norrænum sönglögum. Á geisladiskinum Í ást sólar flytur hún íslenzk sönglög ásamt Árna Heimi Ingólfssyni piánóleikara. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 sem söngkona ársins fyrir hlutverk Michaelu í Carmen eftir Bizet í Íslensku óperunni.

Snorri Sigfús Birgisson

píanó

Snorri Sigfús Birgisson stendur í fremstu röð íslenzkra píanóleikara og er jafnframt mikilvirkt tónskáld. Eftir hann liggur fjöldi tónverka: einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist, sinfónísk verk og sönglög. Tónlist hans er að finna á fjölmörgum geisladiskum og hljómplötum. Hann gekk frá lagaflokkinum í hendur söngvaranna tveggja.