Fimm árstíðir
Tónleikar í Hannesarholti
Fimm árstíðir er heitið á sönglagaflokki eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Snorra Hjartarson. Kvæðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld, einu nafni Fjórar árstíðir, og loks Í Úlfdölum, fimmta árstíðin. Lögin eru samin fyrir sópran, tenór og píanó.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumfluttu ljóðaflokkinn fyrir fullum sal í Hannesarholti í Reykjavík 11. marz 2017. Höfundur laganna flutti stuttar skýringar og las kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau voru sungin og leikin. Kvikmyndafélagið Í einni sæng ásamt Hljóðsmiðjunni tók konsertinn upp fyrir sjónvarp. Myndin var sýnd í RÚV 5. apríl 2021. Ný gerð flokksins fyrir sópran, tenór og sinfóníuhljómsveit er í vinnslu.
Snorri Hjartarson (1906-1986) er eitt helzta ljóðskáld Íslands á 20. öld. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér (1979). Meðal annarra ljóðabóka hans eru Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952) og Lauf og stjörnur (1966).
EFNISSKRÁ
Hér eru Úlfdalir:
Og hér er konsertinn eins og hann leggur sig: