Skrudda
2. okt, 2020

Tímamót

Lykilskáldsaga eftir Þorstein Gíslason skáld og ritstjóra fjallar um Ísland um aldamótin 1900. Þorsteinn samdi söguna á efstu æviárum sínum, sennilega eftir að hann flutti og birti útvarpsfyrirlestra sína 1936 um stjórnmálasögu Íslands 1896-1918. Hann kaus að tvísegja þennan þátt þjóðarsögunnar, fyrst frá þröngu sjónarhorni sagnfræðingsins og annálaritarans og síðan aftur af víðfeðmum og frjálsum útsýnishóli skáldsins eins og til að freista þess að mála fjölskrúðugri og skarpari myndir af aldarfarinu, hugmyndaheimi fólksins, ástandi landsins og stjórnmálabaráttunni. Handritið sem kemur fyrst nú fyrir sjónir lesenda fannst í fórum höfundarins að honum látnum 1938 og bregður ljóslifandi birtu á þjóðlíf aldamótaáranna í Reykjavík og úti um landið. Handritið bjuggu til prentunar Anna K. Bjarnadóttir og Þorvaldur Gylfason sem einnig ritar inngang með skýringum.

Kápumynd af höfundi: Brynjólfur Þórðarson.
Baksíðumynd: Jóhannes S. Kjarval.