• Sönglög

21. jún, 2024

Þrjú sönglög

við kvæði Önnu Akhmatovu


Hér eru þrjú sönglög mín við kvæði rússnesku skáldkonunnar Önnu Akhmatovu, eins merkasta skálds Rússa um sína daga.

Anna Akhmatova fæddist í Ódessu í Úkraínu. Hún sætti þöggun, ritskoðun og ofsóknum. Fyrsti eiginmaður hennar var myrtur, einkasonur hennar sat í fangelsi í tíu ár, og þriðji bóndinn dó í fangabúðum. En Stalín var sagður óttast Önnu Akhmatovu því hún gat fyllt hvaða sal sem var þegar hún auglýsti ljóðalestur. Regína Stefnisdóttir þýddi kvæðin þrjú á íslenzku. Bjarni Thor Kristinsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir frumfluttu Ekki land mitt á tónleikum í Hörpu 3. september 2023. Þið heyrið kannski stutta tilvitnun þar í Boris Godunov. Hin lögin tvö, Lokaskálin og Þrumur muntu heyra, bíða frumflutnings.

Anna Akhmatova