Morgunblaðið
4. maí, 2002

Það er bara eftir að þjarka svolítið um verðið

,,Mér kemur í hug sagan af írska leikritaskáldinu Bernard Shaw, þegar hann sneri sér að virðulegri frú í samkvæmi og sagði við hana: ,,Náðuga frú, gæti ég náð ástum yðar fyrir til að mynda milljón pund?” Konan kafroðnaði og sagði: ,,Herra Shaw, þér kunnið aldeilis að slá gullhamrana!” Þá sagði Shaw: ,,En kæra frú, hvað segið þér þá um einn skilding fyrir sama?” Konan varð reið og hvæsti: ,,Herra Shaw! Hvað haldið þér eiginlega, að ég sé?” Shaw: ,,Lögmálið liggur fyrir. Við eigum bara eftir að þjarka svolítið um verðið.”

Líku máli gegnir um auðlindagjaldsfrumvarpið, sem nú hefur verið samþykkt á alþingi. Nú er veiðigjald sem sagt orðið að lögum í landinu. Þetta kemur að vísu of seint og er of lítið. Nú getum við byrjað að þjarka um verðið,“ sagði Þorvaldur Gylfason.

Björn Jóhann Björnsson tók viðtalið.