Háskóli Íslands
7. nóv, 2001

Stendur jöfnuður í vegi fyrir vexti?

Opinber fyrirlestur í Háskóla Íslands, þriðji og síðasti fyrirlesturinn skv. samningi við menntamálaráðuneytið um skipun mína í rannsóknaprófessorsstöðu 1998-2003. Skv. sérstöku ákvæði í ráðningarsamningnum hafði ég rétt til að sækja um framlengingu ráðningarinnar úr fimm árum í sjö ef vel hefði þótt til takast á ráðningartímanum. Menntamálaráðuneytið hirti ekki um að svara umsókn minni um framlengingu, svo að Háskólinn framlengdi ráðningu mína á eigin spýtur.