2. júl, 2005

Stærstu borgir heims

Mynd 77. Fyrir 40 árum vissu allir, hverjar voru þrjár stærstu borgir heims: London, New York og Tókíó. Nú vita fæstir svarið við þessari gömlu spurningu. Tókíó er nú langstærst: þar búa rösklega 26 milljónir manns. New York er dottin niður í fimmta sætið. Múmbaí, sem áður hét Bombay, Mexíkóborg og Saó Páló eru komnar upp fyrir New York. Los Angeles er í sjöunda sæti, á eftir Lagos, stærstu borg Afríku. London er komin niður í 25. sæti listans, á eftir bæði París og Moskvu. Allar borgirnar á listanum nema fimm (New York, Los Angeles, París, Moskva og London) eru þriðjaheimsborgir. Þessi öri vöxtur borga í þriðja heiminum lofar góðu fyrir fátækralöndin þar, því að þar eins og annars staðar eru borginar jafnan driffjöður efnahagslífsins. Sveitirnar sækja þrótt sinn í borgirnar og borgarmenninguna. Leiðin til betri lífskjara liggur frá sveitalífi og landbúnaði. Heimild: The Economist