28. nóv, 2006

Stærð búa 2003

Mynd 97. Hér birtist ein alvarlegasta afleiðing landbúnaðarstefnunnar, sem fylgt hefur verið á Íslandi allar götur síðan 1927. Býlin eru of lítil til að geta borið sig. Þriðjungur allra býla hefur innan við 200 fjár. Aðeins fjórtánda hvert bú hefur meira en þúsund ærgildi, og þætti samt ekki nema sæmilegt í útlöndum. Taflan nær yfir bæði sauðfjárbú og kúabú. Samt hefur smábýlum fækkað til muna síðan 1991 og stórbýlum fjölgað. Fjöldi búa með innan við 200 fjár var þá um 1300 og fjöldi býla með yfir þúsund fjár var teljandi á tám og fingrum. En stærðardreifingin breytist of hægt og lýtur of mikilli forsjá af hálfu ríkisins. Bændur þurfa að fá að spreyta sig á eigin spýtur. Nánar er fjallað um málið í Búvernd: Er loksins að rofa til?