Salurinn
7. sep, 2014

Söngvar um svífandi fugla

Fjórtán fuglaljóð Kristjáns Hreinssonar við tónlist mína í útsetningu Þóris Baldurssonar, frumflutningur í Salnum í Kópavogi 7. september 2014. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson bassi, Jónas Ingimundarson píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Tónleikarnir voru endurfluttir í Salnum 14. september og í Bergi á Dalvík 21. september. Kvikmynd af tónleikunum var frumsýnd í ríkissjónvarpinu 16. marz 2020 og aftur 22. marz og nokkrum sinnum síðan. Lögin og kvæðin, einnig í enskum þýðingum, komu út á prenti 2019. Lokalagið Einn kafli var síðasta lag fyrir fréttir ríkisútvarpsins 6. nóvember 2019.