30. nóv, 2023

Sönglög Atla Heimis

Stuttur texti um sönglög og lífsverk vinar míns Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Textinn birtist í bæklingi sem fylgir nýjum geisladiski þar sem Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran og gítarleikararnir Javier Jáuregui Narváez og Pétur Jónasson flytja frábærar nýjar útsetningar Javiers á nokkrum fallegum lögum eftir Atla fyrir rödd og ýmist einn eða tvo gítara. Chopin sagði: Ekkert er fallegra en gítar – nema kannski tveir.