26. jan, 2006

Skattheimta 1985-2005: Ísland og OECD-lönd

Mynd 74. Hér sjáum við, hvernig skattheimtan hér heima hefur þróazt síðan 1985 borið saman við ýmis önnur OECD-lönd. Skattheimtuprósentan (þ.e. hlutfall skattheimtu ríkis og byggða af landsframleiðslu) hefur hækkað um 13 stig hér heima síðan 1985, en lækkað um 5 stig á Írlandi. Írland lagði jafnþunga skatta á þegna sína og Þýzkaland 1985, en er nú komið langt niður fyrir Þýzkaland. Það er því engin furða, að Írland hefur búið við miklu meiri hagvöxt en Þýzkaland undangengin ár, því að hófleg skattheimta örvar yfirleitt hagvöxtinn. Íslendingar báru mun lægri skatta en Þjóðverjar 1985, en nú er skattbyrðin þyngri hér en þar. Grikkland, Kórea og Portúgal eru einu löndin innan OECD, þar sem skattbyrði hefur þyngzt meira en hér heima síðan 1985. Sjá meira um málið í greininni Skattbyrðin hefur þyngzt. Heimild: OECD Economic Outlook 2005.