Raunvextir af sparisjóðsbókum 1960-2006
Mynd 113. Sparifé á bókum ber enn sem jafnan fyrr neikvæða raunvexti, þ.e. nafnvexti, sem halda ekki í við verðbólgu — og ekki bara það, heldur virðist hafa sigið heldur á ógæfuhliðina, eftir að bankarnir voru fluttir úr ríkiseigu í einkaeign í árslok 2002. Einkabankarnir þurfa að reka af sér slyðruorðið og lyfta algengustu innlánsvöxtum upp fyrir verðbólguna. Látum það vera, að tékkareikningar beri neikvæða raunvexti, það þekkist einnig í öðrum löndum, en það er ótækt, að einnig sparisjóðsbækur beri neikvæða raunvexti.
Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands.