13. des, 2020

Örstutt ágrip

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands (frá 1983) og rannsóknarfélagi við CESifo (Center for Economic Studies) við Háskólann í München (frá 2000). Hann lauk doktorsprófi frá Princeton-háskóla 1976, var hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í Washington, DC, 1976-81, rannsóknarfélagi við IIES (Institute for Interntional Economic Studies) við Stokkhólmsháskóla 1978-96, gistiprófessor í Princeton-háskóla 1986-88, ritstjóri European Economic Review 2002-10 auk ráðgjafarstarfa fyrir margar alþjóðastofnanir. Eftir hann liggja um 300 birtar fræðigreinar og 24 bækur auk rösklega 1.100 blaðagreina og 140 sönglaga. Hann var einn af 25 fulltrúum í Stjórnlagaráði frá 1. apríl til 29. júlí 2011, kjörinn af þjóðinni og skipaður af Alþingi til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.