Andvari
4. jan, 2011

Myndin af Jóni forseta

Íslendingar héldu fyrst almennan þjóðminningardag á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911, þegar Háskóli Íslands var settur í fyrsta sinn. Veðrið var gott þennan dag, og sólin skein glatt við hægum blæ af hafi. Hátíðin hófst að morgni á Sal Menntaskólans í Reykjavík. Rektor Menntaskólans, Steingrímur Thorsteinsson skáld, minntist þess, að Salur skólans var þingsalur alla alþingistíð Jóns Sigurðssonar, og var sungið kvæði eftir Steingrím. Kennarar og lærisveinar Menntaskólans færðu skólanum að gjöf olíumálverk Þórarins B. Þorlákssonar af Jóni, og hangir það enn á sínum stað á Sal.

Myndin af Jóni forseta minnist Jóns á 200 ára afmæli hans og birtist í Andvara.