8. júl, 2005

Meðalfjöldi vinnustunda á Íslandi og erlendis 2001

Mynd 68. Íslendingar vinna mikið. Meðal OECD-landanna eru það bara Tékkar og Slóvakar, sem vinna meira en við skv. upplýsingum OECD um þau lönd, sem vinnutímatölur eru til um. Bandaríkjamenn vinna einnig aðeins meira en við og Suður-Kóreumenn miklu meira. Norðmenn og Þjóðverjar vinna manna minnst í Evrópu. Stuttur vinnutími er öðrum þræði til marks um auðsæld eða hagkvæmni, sem gerir mönnum kleift að hafa lítið fyrir öflun tekna. Hann er á hinn bóginn einnig til marks um tómstundagleði. Norðmenn hætta snemma að vinna á daginn og fara heldur á skíði.