Málsvörn hagfræðings
Þeirri skoðun er stundum hreyft að viðtekin hagfræði hafi brugðizt síðustu ár og þarfnist gagngerrar endurskoðunar. Þá er fyrst og fremst átt við það að hagfræðingar hafi fæstir séð fyrir hremmingarnar sem riðu yfir banka og aðrar fjármálastofnanir í okkar heimshluta 2007-2008 og hafi því ekki megnað að vara við þeim. Það var broddur í spurningu Elísabetar Englandsdrottningar sem hún lagði fyrir fríðan flokk hagfræðinga sem hún hafði kvatt á sinn fund: Hvers vegna sá ekkert ykkar þetta fyrir?