28. nóv, 2006

Landsframleiðsla og framleiðslugeta 1901-2005

Mynd 109. Hér sjáum við þróun þjóðarbúskapar Íslendinga frá 1901 til 2005. Hér hefur tveim magnvísitölum verið splæst saman: fyrst þjóðarframleiðslu 1901-1945 og síðan landsframleiðslu 1945-2005. Meðalvöxtur framleiðslunnar var 4,0% á ári þessi 105 ár. Það þýðir röska fimmtíuföldun framleiðslunnar á tímabilinu (fimmtíu og fimmföldun nánar tiltekið). Takið eftir því, að heimskreppan á fjórða áratug 20. aldar lýsir sér ekki í miklu misræmi milli framleiðslu og framleiðslugetu. Á hinn bóginn sést greinilega, að verðbólga kýldi framleiðsluna langt upp fyrir framleiðslugetuna árin 1970-90 og síðan niður fyrir framleiðslugetuna eftir það og æ síðan. Myndina má túlka á þann veg, að hagkerfið hefur ekki enn náð sér á strik eftir verðbólguárin í þeim skilningi, að hagkerfið starfar enn undir afkastagetu. Með öðrum orðum: Ef verðbólgan og ofveiði o.fl. hefði ekki kallað aðgerðir, sem leiddu af sér á stöðnun í þjóðarbúskapnum 1987-1996, hefði hagkerfið kannski getað haldið sömu siglingu, svo að landsframleiðslan væri þá meiri núna en hún er. Heimild: Hagstofa Íslands.