Tímarit Máls og menningar
4. jan, 2010

Íslenskt vögguljóð

Frá unglingsárum fram yfir miðjan aldur samdi Gylfi Þ. Gíslason prófessor, faðir minn, rösklega tuttugu sönglög. Flest þeirra eru til á prenti og á hljómplötum og diskum. Lagið Hanna litla eftir Þangbrand Þorsteinsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar heyrðist stundum í útvarpinu, þegar ég var strákur, síðasta lag fyrir fréttir. Fáir vissu, að lagið var eftir Gylfa, enda gekkst hann ekki opinberlega við þessari tómstundaiðju sinni fyrr en um fimmtugt. Nú er Hanna litla til á diski undir réttu höfundarnafni; Garðar Cortes óperusöngvari syngur lagið með léttri og leikandi ástríðu.