Forlagið
10. nóv, 2018

Inngangur, Nýja íslenska stjórnarskráin

Formáli eftir Vigdísi Finnbogadóttur og sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason.

 

Káputexti

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, ritar formálsorð þessarar fallegu bókar, sem hefur að geyma nýju stjórnarskrána ásamt ítarlegum sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason prófessor. Nýja stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 af yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda.

Bókin lætur ekki mikið yfir sér en lýsir þó afreki þjóðar, afreki sem almenningur á Íslandi vann í kjölfar áfalls sem hann varð fyrir árið 2008. Það á vel við að gefa þessa bók, bæði sjálfum sér og öðrum.

Í sögulegum inngangi Þorvaldar er útskýrt hvers vegna þörf var á nýrri stjórnarskrá og af hverju Alþingi hefur ekki enn fullgilt hana. Í formálsorðum sínum segir Vigdis Finnbogadóttir af því tilefni: Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá

Þekktasti lagaprófessor Harvard-háskóla, Lawrence Lessig, spyr af sama tilefni: Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sér virtur?

Elvira Pinedo, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, segir réttilega: Þessari spennandi sögu er sannarlega ekki lokið. Lesið endilega!

Bókin var gefin út á íslenzku og ensku í samstarfi við Stjórnarskrárfélagið.