8. júl, 2005

Hlutfall starfandi á Íslandi og erlendis 2001

Mynd 69. Íslendingar vinna manna mest á OECD-svæðinu í þeim skilningi, að hlutfall starfandi manna í mannaflanum er langhæst hér. Svisslendingar, Norðmenn, Svíar og Bandaríkjamenn fylgja á hæla okkur á myndinni að ofan. Og skoðið nú neðsta hluta myndarinnar: þar hafa safnazt saman lífslistamenn sunnan úr Evrópu: Ítalar, Spánverjar og Frakkar, en þarna er einnig að finna Slóvaka, Mexíkóbúa og Kóreumenn. Hvort er betra? — að sem flestir vinni utan heimilis eins og tíðkast í Norður-Evrópu eða allmargir haldi sig frá vinnumarkaði eins og í Suður-Evrópu. Þar getur sitt sýnzt hverjum, eins og lýst er í greininni Framleiðni og lífskjör: Hvar stöndum við?