3. júl, 2005

Hervarnarlið 1989-1999

Mynd 82. Myndin sýnir mannaflanotkun landvarnarliðsins í sömu sautján löndum og á mynd 80 og mynd 81. Nú breytist röð landanna svolítið. Hitt vekur þó e.t.v. meiri eftirtekt, hversu löndin liggja þétt á myndinni, því að flest nota þau 1%-1½% mannaflans til landvarna eða þar um bil. Og takið einnig eftir því, að enn skipa eylöndin sér í neðstu sæti listans. Barbados virðist ekki nota neinn mannskap til landvarna, en það stafar af því, að tölur vantar. Ísland er eina landið, sem styðst eingöngu við erlent varnarlið. Sjá einnig Varnir og fjármál.