Hátækniútflutningur sem hlutfall af iðnvöruútflutningi 1988-2004
Mynd 63. Í Bandaríkjunum og á Bretlandi nemur hátækniútflutningur um þriðjungi af iðnvöruútflutningi. Hlutdeild hátækniútflutnings í iðnvöruútflutningi er minni á Norðurlöndum, enda þótt Finnar og Svíar hafi sótt mjög í sig veðrið á hátæknivettvangi síðustu ár. Hátækniframleiðsla til útflutnings hefur á hinn bóginn ekki vaxið sem skyldi hér heima undangengin ár, eins og myndin sýnir. Þar sést, að íslenzkur hátækniútflutningur jókst miðað við iðnvöruútflutning frá 1993 til 1996, en hefur minnkað aftur og var aðeins um 5% af iðnvöruútflutningi eða þar um bil 2001-2003 á móti 15%-25% annars staðar um Norðurlönd (Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2005). Það vantar því talsvert enn á það, að hátæknibyltingin hafi skilað sér til fulls hingað heim til Íslands, enda þótt tölvuvæðing Íslands og einkatölvueign á mann skipi Íslendingum framarlega í flokk tölvuvæddra þjóða (sjá mynd 41). Þessu veldur meðal annars röng gengisskráning langtímum saman.