Hagvöxtur í Karíbalöndum
Mynd 28. Hér er enn eitt dæmi af hagkerfum, sem hafa vaxið mjög mishratt síðast liðinn mannsaldur. Þvílíkt misgengi er næstum alltaf af manna völdum. Neðri kúrfurnar tvær lýsa hagþróuninni á Haítí og í Dómíníska lýðveldinu, sem eru hvor sínum megin á eyjunni Hispaníólu í Karíbahafi. Mismikil áherzla á fjárfestingu, útflutning og menntun á mikinn þátt í að skýra þann vaxtarmun, sem sjá má á myndinni, þótt fleira leggist að sönnu á sömu sveif, eins og lýst er í ritgerðinni Suður um höfin. Og sjáið Barbados, sem gnæfir yfir hin löndin tvö: þar eru útgjöld til menntamála jafnmikil miðað við þjóðarframleiðslu og í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, eða 7%-8% af landsframleiðslu á móti 5% hér heima, svo sem lýst er á mynd 18. Menntun borgar sig ekki síður í Karíbahafinu en annars staðar.