8. júl, 2005

Einkatölvur á hvert þúsund íbúa 2001

Mynd 41. Hvar í heiminum skyldi einkatölvueign á mann vera mest? Það er í Bandaríkjunum. Svíþjóð, Danmörk, Sviss og Lúxemborg eru næst á listanum. Takið eftir því, að öll þessi lönd nema Svíþjóð og Danmörk eru fjármálamiðstöðvar. Við Íslendingar erum í 13. sæti listans (gula súlan). Það er nokkuð vel af sér vikið. Við stöndum þarna nokkurn veginn jafnfætis Finnum, sem eru stórveldi í tölvuheiminum, en á hinn bóginn eiga Danir eins og Norðmenn og Svíar fleiri tölvur á mann en við. Við eigum þó fleiri tölvur á mann en Bretar og Þjóðverjar, sem komast ekki á blað. (Heimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators, 2001.) Samanburður myndanna sýnir, að tölurnar breytast talsvert frá ári til árs.