8. júl, 2005

Bústuðningur sem hlutfall af landsframleiðslu 1986-1999

Mynd 47. Og hér sjáum við tölur um búverndarkostnaðinn í OECD-löndum sem hlutfall af landsframleiðslu. Á þennan kvarða hefur bústuðningurinn minnkað hér heima úr 5% af landsframleiðslu 1986-1988 í 2% 1999. Það er að sönnu framför, en þá þarf að hafa í huga, að hlutdeild landbúnaðarins í landsframleiðslunni er komin niður í 2% (sjá mynd 42). Virðisaukinn í landbúnaði er með öðrum orðum enginn. Svo þyrfti þó ekki að vera, því að Ísland er að mörgu leyti tilvalið landbúnaðarland. Meinsemdin er sú, að landbúnaðurinn hefur um áratuga skeið verði reyrður í fjötra, sem skaða ekki aðeins neytendur og skattgreiðendur, heldur einnig bændur sjálfa. Takið eftir því, að Evrópusambandið hefur einnig tekið sig á: þar hefur búverndarkostnaðurinn minnkað úr 2½% af landsframleiðslu 1986-1988 í 1½% 1999. Svipað á við um Japan og um OECD-löndin í heild. Bandaríkin hafa gengið lengra í sömu átt, því að þar hefur búverndarkostnaðurinn minnkað úr 1½% af landsframleiðslu 1986-1988 í 1% 1999. Heimur batnandi fer.