27. okt, 2022

Blessuð sólin elskar allt

Lag við kvæði eftir Hannes Hafstein.

Hér eru nóturnar að tvísöngsgerð lagsins fyrir sópran og bassa, fyrst sem pdf-skjal og síðan í Sibeliusi, og loks sem hljóðskjal þar sem tölvan hermir eftir flytjendum textalaust. Lilja Guðmundsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu lagið á tónleikum í Hörpu 3. september 2023 í aðeins annarri gerð þar sem Valtýr Guðmundsson skaffar síðari helming textans því hann var líka skáld.

Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur

Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa.