31. des, 2021

Bandaríkjasyrpa

Blaðagreinar frá 2005-2020 um Bandaríkin, 42 greinar.

  1. Hvorn kysir þú heldur? fjallar um Silvio Berlusconi og Donald Trump og birtist sem bloggfærsla í Stundinni 30. nóvember 2020.
  2. Bandaríska sovétið fjallar um sögulegar hliðstæður: hrun Sovétríkjanna 1991 og vanda Bandaríkjanna nú og birtist í Stundinni 31. júlí 2020.
  3. Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu birtist sem bloggfærsla í Stundinni 2. júlí 2020.
  4. Þú ert svertingi fjallar um Bandaríkin og Ísland og birtist í Stundinni 5. júní 2020.
  5. Berskjölduð Bandaríki fjallar hvernig „vít­is­vél mis­skipt­ing­ar“ í Banda­ríkj­un­um hef­ur áhrif á COVID-19 far­ald­ur­inn og birtist í Stundinni 3. maí 2020.
  6. Tíu ár frá hruni fjallar um Bandaríkin og Ísland eftir hrun og birtist í Fréttablaðinu 20. september 2018.
  7. Hvað gat Kaninn gert? fjallar um samskipti Bandaríkjamanna og Rússa og birtist í Fréttablaðinu 23. ágúst 2018.
  8. Heiðarlegar löggur fjallar um bandaríska réttarríkið og birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2018.
  9. Stjórnmál og lygar fjallar um lygar í stjórnmálum, Trump forseta o.fl. og birtist í Fréttablaðinu 3. ágúst 2017.
  10. Þúsundir allslausra í San Francisco setur stöðu heimilisleysingja í San Francisco í íslenzkt samhengi og birtist í Fréttablaðinu 15. júní 2017.
  11. Kveðjur frá Kaliforníu fjallar um stöðu stjórnarskrármálsins að lokinni ráðstefnu um málið í Berkeley-háskóla í Kaliforníu og birtist í Fréttablaðinu 8. júní 2017.
  12. Vitstola stjórnmál fjallar um vantraust almennings í garð nýrra stjórnarherra í Bandaríkjunum og á Íslandi og birtist í Fréttablaðinu 26. janúar 2017.
  13. Segulbandasögur spyr hvort Nixon Bandaríkjaforseti hefði komizt hjá afsögn hefði Seðlabanki Íslands haft segulbönd Hvíta hússins á sinni könnu, sjá Fréttablaðið 15. desember 2016.
  14. Bandaríkin: Afsakið, hlé fjallar um stjórnmálaástandið vestra og birtist í Fréttablaðinu 24. nóvember 2016.
  15. Heimsveldi við hengiflug fjallar um niðurstöðu forsetakjörsins í Bandaríkjunum 8. nóvember og birtist í Fréttablaðinu 10. nóvember 2016.
  16. Breytileg átt fjallar um bandaríska málfræðinginn Noam Chomsky og sjónarmið hans og birtist í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
  17. Þegar allt springur fjallar um þrjá íhaldsflokka við dauðans dyr og birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2016.
  18. Við Woody fjallar um okkur Woody Allen og birtist í Fréttablaðinu 7. apríl 2016.
  19. Þrælastríð fjallar um bandarísku borgarastyrjöldina 1861-1865 og erindi hennar við nútímann og birtist í Fréttablaðinu 27. ágúst 2015.
  20. Bandaríska stjórnarskráin og Ísland lýsir veilum í stjórnarskrám beggja landa borið saman við nýju stjórnarskrána, sem Alþingi heldur í gíslingu, og birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2015.
  21. Bandaríska stjórnarskráin: Er hún úrelt? lýsir sjónarmiðum Sanfords Levinson stjórnlagaprófessors í Texas og birtist í Fréttablaðinu 2. apríl 2015.
  22. Þverklofnar þjóðir fjallar um Bandaríkin, Ísland og Rússland og birtist í Hjálmum, blaði hagfræðinema, og var dreift með Viðskiptablaðinu 20. febrúar 2015.
  23. Loddari? Nei! fjallar um Nóbelsverðlaunahagfræðinginn Paul Krugman prófessor í Princeton og birtist í Fréttablaðinu 29. janúar 2015.
  24. Bandaríkin og Ísland fjallar um undanhald lýðræðis í báðum löndum og birtist í DV 28. nóvember 2014.
  25. Frá Broadway til Alþingis fjallar um muninn á baráttu Lyndons Johnson Bandaríkjaforseta fyrir réttindum blökkumanna og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir nýrri stjórnarskrá og birtist í DV 2. maí 2014.
  26. Brothætt lýðræði fjallar enn um Bandaríkin, Ísland og stjórnarskrána og birtist í DV 18. október 2013.
  27. Lýðræði á undir högg að sækja fjallar um Bandaríkin, Ísland og stjórnarskrána og birtist í DV 11. október 2013.
  28. Illa komið fjallar um ástandið á Bandaríkjaþingi og á Alþingi og birtist í DV 4. október 2013.
  29. Fordæmi frá 1787 segir frá ræðu Benjamíns Franklín á Stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 og birtist í DV 22. júní 2012.
  30. Þegar hjólin snúast hraðspólar í gegnum feril bandarísku stjórnarskrárinnar frá fyrsta degi Stjórnlagaþings 1787 til samþykktar frumvarpsins í níunda ríkinu af 13 níu mánuðum síðar og birtist í DV 2. marz 2012.
  31. Þá er ekkert rangt fjallar um Abraham Lincoln og sögu þrælahalds í Bandaríkjunum og birtist í DV 2. desember 2011.
  32. Skömm og heiður fjallar um siðfræði og birtist í Fréttablaðinu 24. marz 2011.
  33. Olíuspjallakenningin fjallar um Nígeríu og Noreg (og Nígeríu norðursins innan sviga) og birtist í Fréttablaðinu 17. marz 2011.
  34. Stjórnarskráin skiptir máli fjallar um stjórnlagahagfræði og birtist í Fréttablaðinu 10. marz 2011.
  35. Við Georgie fjallar um hið ljúfa líf og birtist í Fréttablaðinu 3. september 2009.
  36. Bankaskjálfti í Bandaríkjunum fjallar um hræringar á fjármálamörkuðum og birtist í Fréttablaðinu 23. ágúst 2007.
  37. Viðskiptatröllið Wal-Mart fjallar um viðskiptamál og birtist í Fréttablaðinu 5. apríl 2007.
  38. Risi á brauðfótum fjallar um dvínandi veldi Bandaríkjanna og birtist í Fréttablaðinu 11. janúar 2007.
  39. Byssa Saddams og Bush fjallar um aftöku Saddams Hussein og birtist í Fréttablaðinu 4. janúar 2007.
  40. Vatnaskil fyrir vestan fjallar um þingkosningarnar í Bandaríkjunum og birtist í Fréttablaðinu 9. nóvember 2006.
  41. Þannig eiga blöð að vera fjallar um fjölmiðla og birtist í Fréttablaðinu 6. október 2005.
  42. Við sama borð fjallar um Evrópu og Ameríku og birtist í Fréttablaðinu 25. ágúst 2005.