24. jan, 2007

Atvinnuskipting mannaflans 1980-2005

Mynd 111. Hér sjáum við skiptingu mannaflans milli atvinnuvega 1980 og 2005. Þjónustugeirinn heldur áfram að vaxa og er nú kominn upp í 71% af heildinni. Landbúnaður er nú kominn niður í 3% af mannaflanum og sjávarútvegur (fiskveiðar og vinnsla) í 6%. Sem sagt: ellefti hver maður vinnur nú við land og sjó, þar af margir útlendingar í fiskvinnslu. Báðir þessir atvinnuvegir stefna lægra, enda er of margt fólk enn bundið við þessa gömlu forgangsatvinnuvegi. Við þetta bætist, að hlutdeild sjávarafurða í útflutningi vöru og þjónustu er komin niður fyrir 40%; sjá mynd 44). Það kann að koma einhverjum á óvart, að hlutur iðnaðar hefur dregizt saman lítils háttar síðan 1980 og er nú aðeins 19% af mannafla. Þetta er í samræmi við atvinnuþróun í öðrum löndum, þar sem síaukin þjónusta dregur til sín vinnuafl úr iðnaði eins og hér. Við þetta bætist staðbundinn sambúðarvandi iðnaðar og sjávarútvegs hér heima, sem leiðir af gengisskráningu, sem hefur verið iðnaðinum óvilhöll og er enn, úr því að veiðigjaldinu, sem leitt var í lög fyrir fáeinum árum, var ekki leyft að bíta. Heimild: Hagstofa Íslands.