31. des, 2021

Asíusyrpa

Nítján blaðagreinar um Asíulönd frá 2005-2018 og ein löng úr Skírni um Indland og Kína.

Myndaniðurstaða fyrir asia map

 1. Hvert stefnir Kína? lýsir því hversu Xi Jin­ping forseti landsins og flokk­ur hans hafa skor­ið upp her­ör gegn lýð­ræði og mann­réttind­um og birtist í Stundinni 29. ágúst 2020.
 2. Indland við vegamót fjallar um fjöl­menn­asta lýð­ræð­is­ríki heims þar sem mann­rétt­inda­brot hafa ágerzt ásamt of­sóknum gegn múslimum og birtist í Stundinni 16. janúar 2020.
 3. Vonir og veðrabrigði fjallar um Taíland, undanhald lýðræðis í Indókína o.fl. og birtist í Fréttablaðinu 2. ágúst 2018.
 4. Næsti bær við Norðurlönd fjallar um Ástralíu og m.a. um kosningalöggjöfina þar í landi og birtist í Fréttablaðinu 26. júlí 2018.
 5. Bollívúdd og Nollívúdd fjallar um framför heimsins, indverskar bíómyndir o.fl. og birtist í Fréttablaðinu 3. maí 2018.
 6. Víetnam, Víetnam fjallar um stríðið þar eystra sem lauk 1975 og áhrif þess og afleiðingar fram á okkar daga og birtist í Fréttablaðinu 18. janúar 2018.
 7. Háreistar hallir fjallar um Dúbaí og Sameinuðu furstadæmin og birtist í DV 19. desember 2014.
 8. Upprás á Indlandi fjallar um ferns konar ranglæti á Indlandi og birtist í DV 28. desember 2011.
 9. Tyrklandi fleygir fram fjallar um Tyrkland og ESB og birtist í Fréttablaðinu 25. ágúst 2011.
 10. Arabískt vor í vændum? fjallar um uppreisnina í Arabalöndum og birtist í Fréttablaðinu 3. marz 2011.
 11. Góðar fréttir úr Góbíeyðimörkinni fjallar um Mongólíu og birtist í Fréttablaðinu 24. febrúar 2011.
 12. Við Persaflóa fjallar um Austurlönd nær og birtist í Fréttablaðinu 25. marz 2010.
 13. Bíll og svanni fjallar um stöðu kvenna fjær og nær og birtist í Fréttablaðinu 2. apríl 2009.
 14. Brosandi borgir og lönd fjallar um uppganginn í Asíu og birtist í Fréttablaðinu 20. marz 2008.
 15. Munkar og skunkar fjallar um Búrmu birtist í Fréttablaðinu 4. október 2007.
 16. Risarnir eru vaknaðir: Indland og Kína ber saman þróunarbrautir risanna tveggja í Asíu og birtist í Skírni haustið 2006.
 17. Vín í eyðimörkinni fjallar um viðskiptamál og birtist í Fréttablaðinu 13. apríl 2006.
 18. Indverska eða kínverska? fjallar um menntamál Indlands og Kína og birtist í Fréttablaðinu 26. janúar 2006.
 19. Súrsun og símaþjónusta fjallar um breytta atvinnuhætti og birtist í Fréttablaðinu 19. janúar 2006.
 20. Ó Kalkútta! fjallar um uppganginn í Asíu og birtist í Fréttablaðinu 3. nóvember 2005.