Hið íslenzka bókmenntafélag
2. jan, 1990

Almannahagur

 


Baksíðutexti

Almannahagur geymir safn sjötíu og fimm ritgerða um hagfræði og efnahagsmál. Höfuðtilgangur útgáfunnar er að bregða birtu á þrálátan efnahagsvanda íslenzku þjóðarinnar og vekja lesendur til umhugsunar um það, með hvaða ráðum sé hægt að vinna bug á vandanum til frambúðar. Hér er hugað að undirrót verðbólguvandans, sem er alvarleg meinsemd í þjóðlífinu enn sem fyrr, og þráfelldum rekstrarerfiðleikum atvinnuveganna og meðfylgjandi afkomuvanda almennings. Sérstök áherzla er lögð á að athuga ýmsa bresti í innviðum efnahagslífsins í landinu og árekstra ólíkra hagsmuna, sem standa í vegi fyrir hyggilegri hagstjórn. Bókinni er þannig öðrum þræði ætlað að hjálpa lesandanum að skyggnast undir yfirborð hinnar endalausu efnahagsumræðu, sem gnæfir yfir önnur mál á Íslandi um þessar mundir. Efni bókarinnar er þó ekki allt bundið við vandamál líðandi stundar, heldur er einnig að finna í henni fræðilegar ritgerðir um ýmis önnur efni tengd efnahagsmálum og hagstjórn.

Ritgerðirnar í bókinni hafa allar birzt áður í einni eða annarri mynd í MorgunblaðinuVísbendingu og í Fjármálatíðindum.

Hið íslenzka bókmenntafélag
Reykjavík 1990


Efnisyfirlit


I. Hagfræði, stjórnmál og vísindi

1. Hagfræði í hálfa öld: Hlutlaus vísindi?
2. Ný viðhorf í þjóðhagfræði: Er Keynes allur?
3. Keynes í hálfa öld
4. Hagfræði, stjórnmál og hagsmunir
5. Hagfræði og stjórnmál: Hvert er hlutverk Háskólans?


II. Verðbólga, verðbólga

6. Verðbólga, hagvöxtur og erlendar skuldir
7. Verðbólga í 40 ár
8. Hvað veldur þenslunni?
9. Verðbólga er skattur
10. Ríkisstjórn verður að velja
11. Ábyrgð á eigin gerðum
12. Verðbólga, vextir og efnahagslíf


III. Gengi krónunnar

13. Gengisstefna í verðbólgu
14. Á að fella gengi?
15. Er hægt að halda gengi krónunnar stöðugu?
16. Var gengisfelling nauðsynleg?
17. Fer gengisfellingin til spillis?
18. Áhrif gengisfellingar
19. Gengisfelling og skuldabyrði fyrirtækja


IV. Fjármál ríkisins

20. Fjárlagahalli og verðbólga
21. Fjárlagafrumvarp í verðbólgu
22. Þensluhætta í húsnæðiskerfinu
23. Skattar og skuldir
24. Ríkisfjármálavandinn og verðbólgan
25. Sagan endurtekur sig
26. Þenslan heldur áfram
27. Ríkisbúskapur í brennipunkti
28. Umsvif ríkisins
29. Dulbúin skattheimta


V. Bankar, peningar og vextir

30. Ríkisbankarekstur
31. Aðhald í peningamálum
32. Vextir og verðbólga
33. Á seðlabanki að lúta vilja ríkisstjórnar?
34. Staðfestuleysi í stjórnarráðinu
35. Skuldaskil


VI. Vinnumarkaður

36. Kaupkröfur og kostnaðarverðbólga
37. Hlutverk ríkisvalds og verklýðshreyfingar í viðnámi gegn verðbólgu
38. Skipulagsvandinn á vinnumarkaðnum
39. Hlutaskipti: Trygging gegn atvinnuleysi
40. Vinnumarkaður: Ófriður í aðsigi?
41. Vísitölubinding
42. Geta launþegar reitt sig á ríkisvaldið?
43. Einkamál og almannahagur


VII. Atvinnuvegir

44. Landbúnaður og list
45. Vandi landbúnaðarins
46. Kostir og gallar kvótakerfisins
47. Á að selja veiðileyfi?
48. Stjórn fiskveiða er ekki einkamál útvegsmanna
49. Sala veiðileyfa er forsenda frjálsra veiðileyfaviðskipta
50. Grænt eða grátt?
51. Umhverfismengun og ofveiði
52. Meira um mengun og ofveiði
53. Hvernig gat þetta gerzt?


VIII. Erlend viðskipti

54. Evrópubandalagið og Ísland
55. Skuldugasta þjóð heims?
56. Þyngri skuldabyrði í vændum
57. Framtíð frjálsra viðskipta
58. Veiðar og viðskipti
59. Í átt til aukins viðskiptafrelsis
60. Sala veiðileyfa og 1992
61. Horft um öxl: Ísland og EFTA


IX. Frá útlöndum

62. Atvinnuleysið í Evrópu
63. Verðfallið í Wall Street
64. Atvinnuleysi fyrir austan tjald
65. Efnahagsvandi Austur-Evrópu
66. Japan: Fyrirmynd eða víti til varnaðar?


X. Landshagir og lífskjör

67. Er hægari hagvöxtur fram undan?
68. Milljón á mann
69. Hversu mikils virði er milljón á mann?
70. Tóbaksbændur og byssuvinir
71. Kartöflur: Hvað kostar innflutningsbannið?
72. Landbúnaður, lífskjör og verðbólga
73. Ísland og Austur-Evrópa
74. Höfuðstóll í hættu
75. Fiskur og ferðalög


Ritdómur um bókina eftir Þráin Eggertsson prófessor birtist í Morgunblaðinu 18. nóvember 1990. Annar dómur eftir Yngva Harðarson hagfræðing birtist í Frjálsri verzlun, 1. tbl., 1991.