9. feb, 2008

Afli og floti 1945-2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 3. Myndin sýnir, að aflaverðmæti úr sjó hefur þrefaldaðist á föstu verðlagi frá 1945 til 2005, og fiskstofnar rýrnuðu verulega vegna ofveiði (ekki sýnt á myndinni), þorskstofninn til dæmis um þriðjung eða jafnvel helming að mati fiskifræðinga. Á sama tíma sautjánfaldaðist fiskiskipaflotinn (mældur í krónum á föstu verðlagi til 2000, síðan í tonnum) . Þetta þýðir það, að afköst á hverja fjármagnseiningu í útvegi drógust saman um ríflega 80% 1945-1980. Flotinn er ennþá of stór, og hann hefur minnkað óverulega síðustu ár við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Hefði veiðigjald verið tekið upp í tæka tíð, í síðasta lagi árið 1984 við lögfestingu kvótakerfisins, eins og margir hagfræðingar og aðrir lögðu til á þeim tíma, þá væri flotinn nú kominn miklu nær eðlilegri stærð, sennilega alla leið að settu marki. Þannig hefði mátt komast hjá þeirri offjárfestingu í fiskiskipum og meðfylgjandi sóun, sem myndin sýnir, og firra bankakerfið verulegum hluta þess útlánataps, sem það varð fyrir síðan 1987-2003, árin fram að einkavæðingu, og nam 1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu á þáverandi verðlagi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir sendu forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið í hvert hús fyrir nokkrum árum skrautprentaðan bækling, þar sem fullyrt var, að núverandi kvótakerfi hefði leitt til 60% framleiðniaukningar í sjávarútvegi.