Fjármálatíðindi
4. jan, 2000

Að vaxa í sundur

Þessi ritgerð fjallar um hagvöxt víðs vegar um heiminn og tekur dæmi af sjö pörum eða hópum landa, sem svipaði mjög saman í efnahagslegu tilliti á árunum eftir 1960 og áttu margt annað sameiginlegt, en fylgdu samt ólíkri hagstjórnarstefnu og uxu í sundur. Löndin eru (a) Búrma og Taíland, (b) Tansanía, Kenía og Úganda, (c) Nígería, Botsvana og Gana, (d) Marokkó, Túnis og Egyptaland, (e) Úrúgvæ, Argentína og Spánn, (f) Haítí, Dóminíska lýðveldið og Barbados og (g) Madagaskar og Máritíus. Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: hagstjórn og  agskipulag ráða miklu um hagvöxt landa til langs tíma litið.