Fjármálatíðindi
4. ágú, 2001

Á gengi að vera fast eða fljóta? Gengisskipan við frjálsar fjármagnshreyfingar

Þessi ritgerð fjallar um kosti og galla fasts og fljótandi gengis við frjálsar fjármagnshreyfingar af evrópskum sjónarhóli. Sérstakur gaumur er gefinn ýmsum vandamálum, sem tengjast gengisstefnu Íslendinga og Norðmanna, og tengslum gengisstefnu þeirra við vægi náttúruauðlinda í efnahagslífi beggja þjóða. Einnig er fjallað um hugsanleg áhrif sameiginlegrar myntar Evrópusambandsþjóðanna á þróun gengis- og gjaldeyrismála í vesturheimi.