Brottfluttir og aðfluttir 1961-2001
Mynd 72. Aðfluttum og brottfluttum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan 1960, en þó með rykkjum og skrykkjum, eins og myndin sýnir. Fyrir 40 árum voru það um 500 manns, sem fluttu burt á hverju ári, og önnur 500 fluttu hingað heim. Síðan þá hafa þessar tölur tífaldazt. Brottflutningur fólks frá landinu og aðflutningur fólks hingað heim hafa haldizt nokkurn veginn í hendur gegnum árin. Myndin sýnir einnig, að fólksflutningar eru næmir fyrir ástandi efnahagslífsins. Þegar síldin hvarf á sjöunda áratugnum, flúði fólk burt af landinu í stórum stíl, sumir til Ástralíu, en bylgjan gekk að mestu leyti til baka skömmu síðar, þegar efnahagslífið rétti úr kútnum. Í uppsveiflunni árin 1996-2000 fjölgaði aðfluttum verulega, og brottfluttum fækkaði beinlínis, en þetta breyttist 2001: nú er brottfluttum byrjað að fjölga á ný og aðfluttum að fækka. Þessu efni eru gerð nánari skil í greininni Hversu dregur Ísland að?