• Tónleikar

16. maí, 2021

Með þig hjá mér

Tónleikar í Hörpu


Þessi diskur er kominn á markað (útg. Polarfonia Classics) og geymir 17 sönglög ýmissa tónskálda við ljóðaþýðingar Þorsteins Gylfasonar prófessors. Flestar þýðingarnar eru sóttar í kvæðasöfn Þorsteins, Sprek af reka (1993) og Söngfugl að sunnan (2000). Öll lögin nema eitt voru flutt á tónleikum í Hörpu 16. maí 2021 undir yfirskriftinni Með þig hjá mér: Þorsteinn Gylfason í tali og tónum. Flytjendur voru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran, Oddur Arnþór Jónsson barítón, Hrönn Þráinsdóttir píanó og Þorvaldur Gylfason þulur. Upptakan var gerð í Salnum í Kópavogi haustið 2022 undir stjórn Péturs Hjaltested.

Efnisskrá

  1. Það kom söngfugl að sunnan – Atli Heimir Sveinsson (Hallveig)
  2. Með þig hjá mér – Johann Sebastian Bach (Hallveig)
  3. Vorið – Edvard Grieg (Hildigunnur)
  4. Með maríulykli – Edvard Grieg (Hildigunnur)
  5. Vorhugur – Franz Schubert (Oddur)
  6. Á vori – Franz Schubert (Oddur)
  7. Dúett Hans og Grétu úr samnefndri óperu – Engelbert Humperdinck (Hallveig og Hildigunnur)
  8. Á Maxim úr Kátu ekkjunni – Franz Lehár (Oddur)
  9. Bláfugl – Jayme Ovalle (Hildigunnur)
  10. Sírena – Sergei Rakhmanínov (Hallveig)
  11. Bæn – Sergei Rakhmanínov (Hallveig)
  12. Mín fagra, ekki syngja – Sergei Rakhmanínov (Oddur)
  13. Rósamunnur – Francesco Paolo Tosti (Oddur)
  14. Seiður – Francesco Paolo Tosti (Oddur)
  15. Söngur Nönnu – Kurt Weill (Hildigunnur)
  16. Súrabaja-Johnny – Kurt Weill (Hildigunnur)
  17. Júkalí – Kurt Weill (Hallveig)
  18. Bláfugl – Jayme Ovalle (Hallveig, Hildigunnur, Oddur)

Myndin t.h. eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur stendur í Þjóðarbókhlöðunni. Myndin í bakgrunni er eftir Vigni Jóhannsson.